Vistræktað grænmeti frá Reykjalundi í Grímsnesi
Okkar markmið er að rækta næringaríkt, bragðgott og ferskt grænmeti með jarðvegsbætandi ræktunaraðferðum. Grundvallargildin í ræktun okkar eru að tryggja sjálfbærni og frjósemi jarðvegsins okkar og vistkerfisins í kring. Við notum hvorki plóg né aðrar þungavinnuvélar og einblínum á notkun jarðvegsbætandi efna sem koma úr nærumhverfi okkar á Suðurlandi. Við notum hvorki skordýraeitur né illgresiseyði á ræktunarsvæðum okkar.
Við bjóðum upp á grænmeti í vikulegri áskrift yfir sumartímann og haustið. Áskriftarleiðin byggir á hugmyndafræðinni um samfélagsstuddan landbúnað Community Supported Agriculture (CSA) og býður upp á ýmsa kosti umfram iðnvædda og innflutta grænmetiskosti. Regluleg áskrift auðveldar gróðrarstöðvum að mæta ýmis konar óvissu og áhættu sem felst í vistræktun í smáum ræktunarkerfum. Með áskrift þinni styður þú ríkulega við gildin okkar: sjálfbærni og heilbrigði jarðvegs og vistkerfa, bein tengsl bænda og neytenda, færri umbúðir, minni matarsóun, minna sótspor í framleiðslu og flutningi og sanngjörn laun fyrir landbúnaðarstörf.
Okkar er ánægjan að rækta fyrir nærsamfélagið okkar!
Our weekly vegetable offer
You can receive up to 10% off our weekly bag price when you subscribe! Ecologically and locally grown, fresh vegetables, from 8.955 kr per weekly bag (3.316 kr/kg) with a subscription.
-
(UPPSELT) 2024 Grænmetisáskrift (10 vikur)
Regular price From 15.755 ISKRegular priceUnit price / per16.583 ISKSale price From 15.755 ISKSold out
Ecologically grown vegetables from Reykjalundur in Grímsnes, South Iceland
We use ecological and regenerative growing practices in Icelandic soil to produce nutrient-dense, fantastic tasting vegetables delivered fresh to your doorstep or local pickup location. In our growing system, we focus on the health of the soil biology and that of the surrounding ecosystem. We never spray chemical pesticides, herbicides, or fungicides in our growing areas, and we do not use synthetic fertilizers.
The foundation of our farm is our subscription program, rooted in the concept of Community Supported Agriculture (CSA). CSA is a well established way to support local farmers and food systems, and provide an alternative to industrial agriculture and imported food. The CSA model provides a direct link between our farm and our community of subscribers wherein you pay in advance for a share of our farm's harvest, partnering in the rewards and risks associated with ecological and regenerative farming in Iceland. Our partnership means that together we can produce a community-based food system rooted in regeneration of our ecosystem instead of extraction. Together we can reduce excessive packaging, food waste, and emissions from long-distance transport, while supporting living wage, union jobs in our food system. These are our committments to you when you make your commitment to us.
It's our pleasure to grow for you!
Þrjár kynslóðir í Reykjalundi
Gróðrarstöðin Reykjalundur var stofnuð árið 1939 af bræðrunum Kjartani Gíslasyni og Gísla Gíslasyni, afa núverandi eigenda. Reykjalundur var ein fyrsta ylræktarstöðin á landinu og fram til ársins 1964 var ræktað árið um kring. Í upphituðum glergróðurhúsum voru ræktaðar agúrkur og tómatar, vínber og pottaplöntur. Í útiræktun voru ræktaðar rófur, blómkál og grænkál. Grænmetið var selt til Sölufélags Garðyrkjubænda en Gísli Gíslason var einn af stofnendum Sölufélagsins. Á árunum 1975 til 1985 átti sér stað talsverð nýsköpun í ræktun í Gróðrarstöðinni. Valfríður, dóttir Gísla og maðurinn hennar, Einar, voru með þeim fyrstu til að rækta jöklasalat og spergilkál fyrir íslenska neytendur. Á árunum 1985 til 1990 fór fram trjáræktun og rabbabararæktun í Gróðrastöðinni en engin skipulögð sölustarfsemi fór fram á árunum 1990 til ársins 2013 þar til þriðja kynslóðin, Nicholas Robinson og Áslaug dóttir Valfríðar og Einars hófu uppbyggingu gróðrarstöðvarinnar að nýju með stuðningi frá allri fjölskyldunni.