Skip to product information
1 of 10

Grænmetisáskrift 2025

Grænmetisáskrift 2025

Regular price 9.303 ISK
Regular price 10.945 ISK Sale price 9.303 ISK
Afsláttur! Sold out
VSK/VAT included. Pickup at Reykjalundur í Grímsnesi, at your preferred Pikkoló location in Reykjavík or at GK Bakarí in Selfoss . Enter your home address at checkout to find a pickup location near you.
Subscription

Við bjóðum viðskiptavinum okkar að koma í áskrift að grænmetispoka í sumar og í haust. Áskriftarmódelið (samfélagsstuddur landbúnaður - CSA) er lykillinn að farsællri vegferð gróðrarstöðvarinnar. Með því að rækta fyrir áskrifendur getum við mætt kostnaði við upphaf ræktunartímabilisins, lágmarkað óvissu og minnkað matarsóun þar sem við vitum nákvæmlega hve mikið skal rækta út tímabilið. Við launum áskrifendum okkar skuldbindinguna með því að bjóða upp á góðan afslátt af grænmetinu. Þú getur einnig nýtt áskrifendaafsláttinn þinn í hvert skipti sem þú verslar við okkur árið 2025.

Hvað er í pokanum?

Að minnsta kosti 3 kíló (og oft meira!) af fersku og fallegu grænmeti sem ræktað er með sjálfbærum og jarðvegsbætandi aðferðum í aðeins 80 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík.

Yfirlit yfir innihald hvers vikulegs poka (með fyrirvara um smávægilegar breytingar):

Tómatar: 300-1050 gr

Kirsuberjatómatar (askja með regnbogablöndunni okkar frægu)

eða/og

Stórir tómatar (heirloom og buff slicer tómatar)

Agúrkur: 300-800 gr

Stórt laufkálsbúnt (grænkál, svart eða rautt), Chard eða Collard kál: 300-500 gr

Salathausar, mesclun salatblanda, baby mustard greens eða klettasalat: 150-350 gr

Sætar salat næpur eða/og radísur: 200-350 gr

Kryddjurtir (steinselja, basilika, dill, coriander, eða aðrar kryddjurtir): 50-150 gr

Vorlaukur eða ferskur smálaukur: 100-350 gr

+ breytilegt úrval af eftirtöldum tegundum, 250-1000 gr:  eggaldin, kúrbítur, blómkál, kál, hvítlaukur, sætar snakkpaprikur, chili pipar, paprikur, beður, broccolini, sellerí, gulrætur, rabarbari, nýjar kartöflur, grænir tómatar, fennel og fleira.

Tvær áskriftarleiðir í boði: 

Valmöguleiki 1: Vikulegur poki - alls 10 pokar (sækja á laugardögum eða miðvikudögum)

Valmöguleiki 2: poki aðra hvora viku - alls 5 pokar (sækja á laugardögum eða miðvikudögum)

 

Greiðslumöguleikar

(allur kostnaður og virðisaukaskattur innifalinn)

Valmöguleiki A: Þú greiðir fyrir alla pokana í einni greiðslu

1A. Heildarverð fyrir 10 poka (vikulega) og þú færð 15 prósent afslátt af pokaverði:

9.303 krónur fyrir pokann, samtals 93.033 krónur

2A. Heildarverð fyrir 5 poka (önnur hver vika) og þú færð 10 prósent afslátt af pokaverði:

9.850 krónur fyrir pokann, samtals 49.253 krónur

 

Valmöguleiki B: Þú skiptir greiðslum í þrjár mánaðarlegar greiðslur

ATH: vinsamlega athugið að sendir verða 3 greiðsluseðlar í heimabanka ykkar; við móttöku pöntunar, þann 15. september og þann 15. október

1B. Heildarverð fyrir 10 poka (vikulega) með 12 prósent afslætti af pokaverði:

9.632 krónur fyrir pokann, 32.106 krónur á mánuði í þrjá mánuði, samtals 96.318 krónur

2B. Heildarverð fyrir 5 poka (önnur hver vika) með 5 prósent afslætti af pokaverði:

10.398 krónur fyrir pokann, 17.330 krónur á mánuði í þrjá mánuði, samtals 51.990 krónur

 

Hvar og hvernig fæ ég pokana mína?

Við erum í samstarfi við Pikkoló í Reykjavík og GK Bakarí í Selfossi. Pokinn er sendur út á laugardagsmorgnum og á miðvikudögum á Pikkolóstöð að þínu eigin vali (þú velur stöð þegar þú gengur frá greiðslu) eða til GK Bakarí í Selfossi.

Þú færð skilaboð þegar grænmetispokinn er kominn og þú getur sótt hann samstundis, daginn eftir, eða eftir helgina ef að þú ert í helgarfríi. 

Síðasti pokinn kemur 4. nóvember.

Hvað gerist ef ég fer í frí eða get ekki sótt pokann minn?

Þú getur frestað einum poka á tímabilinu: láttu okkur vita ef þú vilt ekki fá poka sendan til þín og við munum fresta pokanum til annars dags að eigin vali. Ef þú ert lengi í burtu getur þú gefið pokann þinn til vinar eða fjölskyldumeðlims eða látið okkur vita og við gefum pokann áfram til fjölskyldna sem á þurfa að halda.

Hugleiðingar um pokastærðina:

Aðgengi að hollum mat er okkur hjartans mál. Í hverjum poka eru um 30 skammtar (100g) af fersku vistræktuðu og næringarríku grænmeti. Landlæknir mælir með að neyta amk 5 skammta (500 gr) af grænmeti og ávöxtum daglega, og þar af ætti amk 250 gr að vera grænmeti. Hér eru nokkrir útreikningar sem sýna hvernig grænmetispokinn getur nýst mismunandi fjölskyldustærðum:

Tveir fullorðnir fá ráðlagðan dagskammt af grænmeti í 6 daga úr einum poka!

4 manna fjölskylda fær öll innihaldsefni í grænmetisrétt (meðlæti) í 7 daga úr einum poka

Einn fullorðinn grænkeri fær öll innihaldsefni í grænmetiskvöldverð í 7 daga úr einum poka

Borðaðu ferskt, staðbundið, og náttúrulegt grænmeti á hverjum degi!

View full details
Choose your delivery day: Wednesdays or Saturdays